Fréttir | 05. maí 2021 - kl. 13:53
Samnýta byggingafulltrúa tímabundið

Húnaþing vestra er án byggingafulltrúa en Ólafur Jakobsson, sem gegnt hefur starfinu að undanförnu, lét af störfum nýverið. Sveitarstjóra var falið að leita leiða til úrlausnar á verkefnum byggingafulltrúa og hefur tímabundin lausn verið fundin. Hún felst í samkomulagi við Blönduósbæ um störf byggingafulltrúa og mun Húnaþing vestra að auki ráða aðstoðarmann byggingafulltrúa í 50% stöðu.

Samkomulagið gildir til 1. desember næstkomandi með möguleika á framlengingu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga