Myndin er úr skýrslunni
Myndin er úr skýrslunni
Fréttir | 05. maí 2021 - kl. 16:33
Fýsileikakönnun á almenningssamgöngum á Norðurlands vestra

Út er komin skýrsla um fýsileika almenningssamganga á Norðurlandi vestra. Skýrslan er unnin fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri með stuðningi úr Byggðaáætlun. Í skýrslunni eru skoðaðar þær leiðir sem mest þörf er á almenningssamgöngum í landshlutanum.

Leiðirnar sem helst teljast fýsilegar eru Hólar-Sauðárkrókur, hugsanlega Varmahlíð-Sauðárkrókur, sem er mjög fjölfarin leið innan svæðisins, Blönduós-Skagaströnd ásamt leiðinni frá Hvammstanga að hringvegi. Sagt er frá þessu á vef SSNV.

Í dag fór fram örráðstefna á netinu þar sem skýrslan var kynnt. Hjalti Jóhannesson, einn skýrsluhöfunda fór yfir efni skýrslunnar, Nanna Steina Höskuldsdóttir frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi fjallaði um nýjar leiðir í almenningssamgöngum og Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni fór yfir breytingar á innheimtu og nemagjöldum hjá Strætó.

Fýsileikakönnun á almenningssamgöngum á Norðurlandi vestra má sjá hér.

Upptöku af örráðstefnunni má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga