Arion banki var hér til húsa. Nú er þar hraðbanki.
Arion banki var hér til húsa. Nú er þar hraðbanki.
Fréttir | 06. maí 2021 - kl. 16:31
Hættir líklega í viðskiptum við Arion banka

Blönduósbær mun að öllum líkindum færa viðskipti sín frá Arion banka og yfir í annan banka. Sveitarfélagið er nú þegar komið í viðræður við aðra fjármálastofnun og verður væntanlega bókað um það á næsta sveitarstjórnarfundi sem verður á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta kom fram í máli Valdimars O. Hermannssonar í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Ástæðan er að Arion banki lokaði útibúi sínu á Blönduósi í gær. Valdimar sagði í hádegisfréttunum að það væri alveg ótækt og mikil vonbrigði að ekki skuli vera lengur bankaþjónusta eða fjármálastofnun á Blönduósi, nema í gegnum sjálfsala.

Tengd frétt:
Breyting á bankaþjónustu á Blönduósi

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga