Fréttir | 07. maí 2021 - kl. 21:23
Styrkveiting Framkvæmdasjóðs ferðamála vegna Hrúteyjar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra ákvað í dag að veita viðbótarframlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en í mars sl. úthlutaði ráðherra styrkjum úr sjóðnum alls 807 milljónum. Í dag úthlutaði ráðherra 122 milljónum og skiptast styrkirnir í þrjá flokka.

Í fyrsta lagi bætt aðgengi en ferðamannastaðir eiga að vera aðgengilegir fólki með fötlun, öldruðum og öðrum sem hafa skerta hreyfigetu. Í þann flokk veitti ráðherra 53,7 milljónum. Í öðru lagi Grindavíkurbær til aðgerða vegna eldgossins í Geldingadölum, til verkefnisins eru veittar 10,0 milljónir. Í þriðja lagi veitir ráðherra styrki til sjö góðra og brýnna verkefna sem ekki hlutu brautargengi í mars.

Meðan þessara sjö verkefna er Blönduósbær vegna framkvæmda við jarðvegsvinnu, lýsingu og merkingar við Hrútey. Styrkveitingin er  15,0 milljónir og þarf Blönduósbær leggja til 20% mótframlag.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga