Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 09. maí 2021 - kl. 20:46
Kirkjugarðsvinir á Blönduósi stofna síðu á Facebook

Stofnun hefur verðið síða á Fésbókinni af nokkrum einstaklingum sem hafa hug á því að stofna einskonar Hollvinasamtök kirkjugarðsins á Blönduósi. Það segir m.a. á síðunni að alltaf sé þörf a fjármagni í framkvæmdir og eðlilegt viðhald við garðinn og það beri að þakka þeim sem þar hafa átt hlut að máli í gegnum tíðina. Margt hafi verið gert á undanförnum árum en betur má ef duga skal.

Stungið er upp á þremur upphæðum sem árgjaldi þ.e. kr. 3.000, kr. 5.000 eða kr. 7.000. Þó er hverjum og einum í sjálfsagt sett hvað þeir kjósa greiða því margt smatt gerir eitt stórt.

Síðan heitir Kirkjugarðsvinir á Blönduósi.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga