Tilkynningar | 10. maí 2021 - kl. 12:38
Sumarstarf hjá SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa sumarstarf fyrir námsfólk. Starfið er í samræmi við átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa fyrir námsfólk og lýtur stuðningi þess verkefnis.

Skilyrði er að námsmaðurinn séu á milli anna, þ.e. hafi stundað nám á vormisseri, sé skráður í nám á haustmisseri og geti framvísað staðfestingum þar um. Ráðningartími er tveir og hálfur mánuður á tímabilinu 1. júní – 15. september 2021. Námsmaðurinn þarf að vera að lágmarki 20 ára á árinu og eiga lögheimili á Norðurlandi vestra.

Verkefni sumarstarfsmannsins munu snúa að átaksverkefni í tengslum við gönguleiðir á Norðurlandi vestra með þungamiðju í Húnaþingi vestra og A-Hún. Um er ræða hnitsetningu og stikun göngu-, hlaupa og hjólaleiða, gerð leiðarlýsinga og skráning grunnupplýsinga um viðkomandi leiðir.  Góður tækni-/snjalltækjaskilningur í bland við ánægju af útivist og áhuga á svæðinu eru því álitlegir kostir umsækjenda.   Jafnframt mun starfsmaðurinn koma að vinnu við verkefni er lýtur að skipulagi og uppsetningu upplýsingaskilta á Norðurlandi vestra.

Námsmaðurinn munu vinna með framkvæmdastjóra samtakanna og atvinnuráðgjafa á sviði ferðamála að framangreindum verkefnum. Megin starfsstöð getur verið á einhverri af þremur skrifstofum samtakanna á Sauðárkróki, Skagaströnd eða Hvammstanga. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi bílpróf.

Nánari upplýsingar veitir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, unnur@ssnv.is

Tekið er á móti umsóknum til og með 14. maí í gegnum umsóknarform hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga