Frá Húnavöllum
Frá Húnavöllum
Fréttir | 11. maí 2021 - kl. 22:33
Fundað með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu áttu fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nýverið til að fylgja eftir áherslum Húnvetninga sem ræddar hafa verið við þingflokka á Alþingi á undanförnum viku. Ráðherra voru kynnt áform um stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum sem bjóði upp á nám í umhverfisfræðum og óskað eftir stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við stofnun félagsins, að því er fram kemur á vefnum Húnvetningi.

Þar kemur fram að mest áhersla var lögð á það forgangsverkefni Húnvetninga að byggja upp og leggja slitlag á héraðs- og tengivegina Skagaveg (12 km), Þingeyrarveg (6 km) og Svínvetningabraut (27 km), en hluti þeirra er nánast tilbúinn undir bundið slitlag.

Var ráðherranum gert ljóst að Húnvetningar vilja skýra forgangsröðun um uppbyggingu héraðs- og tengivega í sýslunni á árunum 2021-2025. Ráðherra gat upplýst að framkvæmdir við Skagastrandarveg og Þverárfjallsveg verða boðnar út í maí og framkvæmdir hefjast í sumar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga