Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Þriðjudagur, 21. mars 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2023
SMÞMFL
2627281234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930311
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 11:50 NNA 12 -5°C
Laxárdalsh. 11:50 NA 12 -4°C
Vatnsskarð 11:50 ANA 8 -4°C
Þverárfjall 11:50 ANA 13 -5°C
Kjalarnes 11:50 A13 4°C
Hafnarfjall 11:50 NNA12 -1°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
30. október 2022
Stutt hugleiðing um íslenskuna
Sumum finnst ókurteisi að einhver tali íslensku og jafnvel móðgast fyrir hönd þeirra sem ekki tala hana.
::Lesa

SSNV

Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
16. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
11. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
06. mars 2023
43. þáttur. Eftir Jón Torfason
06. mars 2023
Eftir Eyjólf Ármannsson
04. mars 2023
Pistill Péturs Bergþórs Arasonar, sveitarstjóra Húnabyggðar
01. mars 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
26. febrúar 2023
Nöldrið | 24. maí 2021 - kl. 12:40
Að móta framtíðina

Niðurstaða í kosningu um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, sem mun líta dagsins ljós 5. júní næstkomandi, verður áhugaverð. Ef kjörsókn verður viðunandi segir hún til um vilja íbúa til framtíðaruppbyggingar sýslunnar. Ef kjörsókn verður lítil er áhuginn á málefninu ekki til staðar. Og ef það verður niðurstaðan þá er líklegt að samstarfsnefndinni verði kennt um, fyrir að hafa ekki kynnt málefnið nógu vel fyrir íbúum eða náð að vekja áhuga þeirra.

Ég trúi ekki öðru en að kjörsókn verði góð. Mér finnst samstarfsnefndin hafa staðið sig vel og að það hafi verið heillaskref að skipta um ráðgjafa á sínum tíma. Vinna nefndarinnar í upphafi fannst mér óljós og ómarkviss en svo þegar reyndir ráðgjafar í sameiningu sveitarfélaga komu að málinu fóru hjólin að snúast. Fundir, bæði vinnufundir og íbúafundir, hafa verið vel sóttir sem þýðir að íbúar hafa áhuga á málefninu enda varðar það framtíð svæðisins. Þá hef ég fulla trú á að íbúar sveitarfélaganna eigi eftir að vinna vel saman þegar kemur að því að byggja upp nýtt sveitarfélag.

Handbendi brúðuleikhúsið á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina 2021. Hana fá þeir sem skara fram úr í menningarverkefnum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er í fyrsta sinn sem verkefni á Norðurlandi vestra fær þessa viðurkenningu. Greta Clough, stofnandi og listrænn stjórnandi Handbendis hefur rakað til sín viðurkenningum og verðlaunum síðustu ár. Það er stórkostlegt fyrir Húnvetninga að hafa svona hæfileikaríkan einstakling sem auðgar og bætir menningarlíf svæðisins.

Ásýnd Spákonufells gæti breyst eftir nokkra áratugi ef þær 180 þúsund trjáplöntur, sem gróðursetja á í neðanverðar hlíðar fjallsins, ná að vaxa og dafna. Nýlega var undirritaður samningur um verkefnið, milli Skógræktarinnar og One Tree Planted, og á því að ljúka haustið 2024. Skógurinn á að nýtast íbúum Austur-Húnavatnssýslu og gestum til útivistar. Landið er í eigu Sveitarfélagsins Skagastrandar og þar hefur þegar verið gróðursett í um 25 hekturum en nú bætast 140 hektarar til viðbótar. Forsaga verkefnisins er að á síðasta ári var undirritaður samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skógræktarinnar um skógrækt á svæðinu. Heimafólk óskaði eftir samstarfi við Skógræktina um skógrækt á svæðinu til eflingar samfélagi og umhverfi. Vel gert.

Búið er að opna TextílLab á Blönduósi sem staðsett er á Þverárbraut. Það er Textílmiðstöðin sem á veg og vanda af stofunni. Textílmiðstöðin er þátttakandi í stóru Evrópuverkefni ásamt samstarfsaðilum í textíl. Styrkur fékkst til að kaupa tól og tæki og er stofan fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í henni er m.a. stafrænn vefstóll, stafræn prjónavél, stafræn útsaumsvél, laserskeri og nálaþæfingarvél. Áfram verður gaman að fylgjast með uppgangi og uppbyggingu textíls í Austur-Húnavatnssýslu.

Vel hefur gengið að bólusetja Íslendinga við COVID-19. Tilslakanir í sóttvarnarráðstöfunum verða meiri og meir fyrir vikið og lífið er að færast aftur í fyrra horf, eða í eðlilegt ástand. Nágrannar okkar í Skagafirði fengu að kynnast því á dögunum hvernig hópsmit geta umbylt lífinu og tilverunni. Sem betur fer náðist með skjótum hætti að ná tökum á ástandinu. Vestur-Húnvetningar lentu í því sama í fyrstu bylgju faraldursins en með samstilltu átaki vannst sigur. Austur-Húnvetningar mega þakka fyrir hversu vel þeir hafa sloppið við smit frá því fjandans veiran barst til landsins.

Góðar stundir
Nöldri

Höf. Nöldri
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið