Fréttir | 24. júní 2021 - kl. 22:02
Lögin hans Geira - tónleikar á Blönduósi

Lögin hans Geira er heiti á tónleikum sem haldnir verða í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 26. júní klukkan 17. Hljómsveitin Piparkorn, ásamt fimm ungum söngvurum, flytur lög Geirmundar Valtýssonar og verður Geirmundur sjálfur heiðursgestur á tónleikunum. Sögumaður og kynnir er Valgerður Erlingsdóttir. Þá verður glænýtt efni frumflutt eftir Geirmund sem hann hefur sérstaklega samið fyrir tónleikana.

Almenn miðasala er að fara af stað inn á www.tix.is eða í síma 866 0114. 

15% afsláttur fyrir eldri borgara.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga