Fréttir | 06. júní 2021 - kl. 17:09
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram dagana 16. og 19. júní n.k. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram 8. júní í anddyri Félagsheimilisins á Blönduósi frá kl. 17:00 – 19:00. Opið verður svo þann 16. júní frá kl. 16:00 – 18:00 og 19. júní frá kl. 14:00 – 18:00.

Í framboði eru fjórar konur og fimm karlar. Meðalaldur frambjóðenda er 37 ár. Hér fyrir neðan má sjá nöfn frambjóðenda:

Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi.

Bjarni Pétur Marel Jónasson.

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, ráðgjafi.

Haraldur Benediktsson, alþingismaður og bóndi.

Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga og sveitarstjórnarfulltrúi.

Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi.

Teitur Björn Einarsson, lögmaður.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Örvar Már Marteinsson, skipstjóri.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga