Fréttir | 08. júní 2021 - kl. 14:54
Þjóðhátíðardeginum fagnað á Hvammstanga

Hátíðarhöld fara fram á Hvammstanga í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Dagskráin hefst klukkan 13 með Þjóðhátíðarmessu í Hvammstangakirkju. Klukkan 14 leggur skrúðganga af stað frá Hvammstangakirkju og hálftíma síðar verður ávarp fjallkonu og hátíðarræða flutt af svölum félagsheimilisins. Skemmtidagskrá hefst svo sunnan við félagsheimilið klukkan 15.

Tíundi bekkur ætlar að selja grillaðar pylsur, nammi og kandifloss, hoppukastalar verða á svæðinu fyrir unga sem aldna, teymt undir börnum á hestum, léttar þrautir og andlitsmálun.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga