Tilkynningar | 10. júní 2021 - kl. 10:28
Áhugafólk um gömlu dansana
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi

Félag eldri borgara í Húnaþingi hefur fengir fyrirspurn frá Atla Frey Hjaltasyni hjá Stofnun Árna Magnússonar, um hvort einhverjir hér í héraði, sem hafa stundað gömlu dansana og hafa á þeim áhuga, væru til í að hitta hann í sumar.

Hann verður á ferðinni í sumar og ef haft verður samband við hann, vill hann gjarnan heimsækja fólk til að spjalla. Hann er að leita að fólki sem hefur gaman af  gömlu dönsunum, dönsurum, tónlistarmönnum og dansstjórum.

Fyrir þá sem vilja komast í samband við Atla Frey, þá er netfangið hans:  afh16@hi.is

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga