Myndir: FB/knittingfestival
Myndir: FB/knittingfestival
Fréttir | 10. júní 2021 - kl. 10:44
Prjónagraffið setur hátíðlegan prjónasvip á Blönduós

Prjónagraffið er komið upp á Blönduósi og setur svo sannarlega hátíðlegan prjónasvip á bæjarfélagið, nú þegar Prjónagleðin er að hefjast. Um er að ræða listaverk sem prjónarar í bænum hafa prjónað í gegnum tíðina. Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi í fimmta sinn um helgna og fer opnun hátíðarinnar fram í Ósbæ á Þverbraut 1 klukkan 20 annað kvöld.

Garntorgið verður opið á morgun í Íþróttahúsinu frá klukkan 17-19 og milli klukkan 13-15 verður kynning á starfsemnni í ullarþvottastöð Ístex. Dagskrá Prjónagleðinnar 2021 má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga