Fréttir | 10. júní 2021 - kl. 11:12
Niðurstaða íbúakosningu vonbrigði

Byggðaráð Blönduósbæjar lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem sameining var felld í tveimur sveitarfélögum en samþykkt í öðrum tveimur. Samt sem áður gleðst byggðaráð yfir afgerandi niðurstöðu kosningar í Blönduósbæ „sem sýnir samstöðu íbúa til framþróunnar,“ eins og segir í bókun ráðsins.

Í bókuninni segir einnig að mikilvægt sé að nýta þá miklu vinnu sem unnin hafi verið að undanförnu, til þess að þróa samfélagið áfram.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga