Fréttir | 13. júní 2021 - kl. 18:34
Hátíðardagskrá á þjóðhátíðardaginn 17. júní

Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga 17. júní verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi og hefst dagskrá dagsins með því að allir draga íslenska fánann að húni. Ýmislegt verður á dagskrá s.s. andlitsmálun við leikskólann, skrúðganga frá leikskólanum Barnabæ að Blönduskóla þar sem verður hátíðardagskrá á skólalóð Blönduskóla. Þá verður sundlaugin opin, Heimilisiðnarsafnið verður opið, skotfélagið Markviss verður með opið og ýmislegt fleira verið í boði.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga