Elín Sigurðardóttir ávarpar gesti
Elín Sigurðardóttir ávarpar gesti
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir talaði fyrir hönd listakvennana
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir talaði fyrir hönd listakvennana
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri opnaði sýninguna
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri opnaði sýninguna
Fréttir | 13. júní 2021 - kl. 19:43
Sumarsýning Heimilisiðnarsafnsins var opnuð í dag

Sumarsýning Heimilisiðnarsafnsins sem opnuð var í dag ber heitið „Spor Textílbókverk“ eða „Traces Textile book art“. Nafn sýningarinnar vísar til nýrra spora sem ef til vill má rekja til troðinna slóða: rótgróinna aðferða og leiða í íslensku textílhandverki að fornu og nýju. Í dagskrá sýningarinnar segir m.a. „Sum verkanna vísa í íslenskar textílhefðir, vefnað, útsaum, jurtalitun og fleira, auk þess að vera innblásin af náttúru Íslands, menningu kvenna og sögu“.

Það er hópur 16 kvenna sem stendur að textílbókverkasýningarinnar bæði íslenskar og erlendar en ASKIR bókverkahópur, sem í eru ellefu íslenskar listakonur, fer fyrir sýningarverkefninu í safninu.

Margir erlendir listamenn hafa dvalið á Textílsetrinu á Blönduósi og hafa allir erlendu þátttakendurinir dvalið þar og þekkja allar konurnar vel til Heimilisiðnaðarsafnsins. Þá segir einnig í sýningarskránni „sum verkin kunna að vera innblásin af munum á safninu, sjónrænni og hugmyndafræðilegri upplifun af verkum sem þar eru varðveitt“.

Nánar má sjá á www.arkir.art/spor-traces/.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga