Fréttir | 14. júní 2021 - kl. 17:57
Stór bóluefnasending til Norðurlands

Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær á morgun um 6.400 skammta af bóluefni og er þetta stærsta einstaka bóluefnasendingin sem stofnunin hefur fengið. Pfizer bóluefnið verða meðal annars nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 26. maí - 28. maí. Astra Zeneca bóluefnið mun eingöngu verða notað fyrir seinni bólusetningu.

Nýir skammtar af Pfizer og Janssen bóluefninu verða notaðir samkvæmt handahófs bólusetningalista.

Fólk er hvatt til að skrá símanúmer sín í Heilsuveru og passa upp á að yngra fólkið og útlendingar sem búa á svæðinu skrái símanúmer sín.

Á heilsugæslum á Norðurlandi, öðrum en á Akureyri, mun fólk fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.

Sjá nánari upplýsingar á vef Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga