Afstöðumynd af framkvæmdum. Mynd: vegagerdin.is
Afstöðumynd af framkvæmdum. Mynd: vegagerdin.is
Fréttir | 15. júní 2021 - kl. 15:05
Óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir nýjan Þverárfjallsveg

Vegagerðin hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til Blönduósbæjar til að byggja nýjan Þverárfjallsveg frá Hringveginum austan Blönduóss og að núverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú á Laxá í Refasveit. Nýi vegurinn er um 8,5 kílómetra langur en einnig verður byggður 3,3 kílómetra langur vegur til norðurs frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú á Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan Höskuldsstaða.

Sótt er um þann hluta framkvæmdarinnar sem er innan Blönduósbæjar en hluti hennar er einnig innan Skagabyggðar. Áætlað er að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2023. Markmiðið með framkvæmdinni er að bæta og tryggja greiðar samgöngu á Norðurlandi vestra og hafa þannig jákvæð áhrif á samfélagið auk þess að gera samgöngur á svæðinu öruggari.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga