Úr Miðfirðinum í gær. Mynd: FB/midfjardaralodge
Úr Miðfirðinum í gær. Mynd: FB/midfjardaralodge
Fréttir | 16. júní 2021 - kl. 10:21
Miðfjarðará gaf átta í opnun

Miðfjarðará opnaði í gær og veiddust átta stórlaxar þennan fyrsta veiðidag. Stærsti laxinn var 85 sentímetrar en flestir voru þeir í kringum 80 sentímetra, allt tveggja ára fiskar. Fjórir laxar veiddust í Austurárgljúfrum, tveir í Miðfjarðará og tveir í Vesturá. Þó veiðin hafi kætt veiðimenn hefur veðrið ekki gert það. Skítakuldi var í Miðfirðinum í gær, sól og hífandi rok.

Nú líður að því að fleiri húnvetnskar laxveiði ár opni. Blanda opnaði 5. júní og framundan er opnun á Víðidalsá, Vatnsdalsá og Laxá á Ásum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga