Frá athöfn í héraðsskjalasafninu
Frá athöfn í héraðsskjalasafninu
Fréttir | 16. júní 2021 - kl. 10:27
Ljósmyndir Björns Bergmanns afhentar og myndasafn opnað
Frá Héraðsskjalasafni Austur Húnavatnssýslu

24. maí 2021 hefði Björn Bergmann átt 111 ára afmæli og af því tilefni þá kom Eðvarð Hallgrímsson, systursonur hans, þann 25. maí og afhenti ljósmyndir Björns ásamt púlti og kompás þeim er Björn var ætíð með um hálsinn og notaði þegar hann tók myndir uppá heiðum.

Einnig af þessu sama tilefni var opnaður aðgangur að myndasafni Björns sem afhent hefur verið hingað á safnið í gegnum árin.

Unnið er nú að því að gera þessar myndir aðgengilegar í AtoMskráningarkerfi safnsins og er slóðin www.atom.blonduos.is þar getur fólk skoðað myndir og jafnvel sent upplýsingar um óþekktar myndir til safnsins á netfangið skjalhun@blonduos.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga