Fréttir | 17. júní 2021 - kl. 08:30
Gleðilega þjóðhátíð

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er í dag. Hátíðardagskrá verður á Blönduósi og Hvammstanga og Þjóðhátíðarmessa á Skagaströnd. Hátíðardagskráin á Blönduósi er með hefðbundnu sniði og er ýmislegt í boði s.s. skrúðganga frá Barnabæ og að Blönduskóla þar sem hátíðar- og skemmtidagskrá fer fram. Á Hvammstanga byrjar hátíðardagskráin á Þjóðhátíðarmessu í Hvammstangakirkju klukkan 13. Svo leggur skrúðganga af stað frá kirkjunni og að félagsheimilinu en þar fer fram hátíðar- og skemmtidagskrá.

Þjóðhátíðarmessur verða í Hólaneskirkju á Skagaströnd klukkan 10 og í Bólstaðarhlíðarkirkju klukkan 13.

Húnahornið óskar Húnvetningum og landsmönnum öllum gleðilegan þjóðhátíðardag.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga