Mynd: xd.is
Mynd: xd.is
Fréttir | 20. júní 2021 - kl. 09:34
Þórdís Kolbrún efst hjá Sjálfstæðismönnum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem lauk í gær með 1.347 atkvæði þegar öll atkvæði höfðu verið talin á öðrum tímanum í nótt. Alls greiddu 2.289 atkvæði. Haraldur Benediktsson, sem var oddviti flokksins í kosningunum 2017 lenti í öðru sæti með 1.061 atkvæði. Bæði sóttust þau eftir að leiða lista sjálfstæðismanna í kjördæminu.

Óvíst er hvort Haraldur taki öðru sætinu því hann hafði lýst því yfir að hann myndi ekki taka sæti á listanum ef hann yrði ekki í fyrsta sæti.

Teitur Björn Einarsson lenti í þriðja í prófkjörinu og Sigríður Elín Sigurðardóttir í því fjórða.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo á þing í Norðvesturkjördæmi í kosningunum árið 2017.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga