Gedduhöfði, horft til suðurs í átt að vegi. Mynd: hunavatnshreppur.is
Gedduhöfði, horft til suðurs í átt að vegi. Mynd: hunavatnshreppur.is
Fréttir | 02. júlí 2021 - kl. 08:54
Nafnasamkeppni á nýjan gangnamannaskála við Gedduhöfða á Grímstunguheiði

Á fundi fjallskilastjórnar Grímstungu- og Haukagilsheiða á dögunum var ákveðið að efna til samkeppni um nafn á nýjan gangnamannaskála á Grímstunguheiði. Nafnasamkeppnin er öllum opin og íbúar í Húnavatnshreppi sérstaklega hvattir til að taka þátt. Frestur til að skila inn tillögum er föstudagurinn 16. ágúst næstkomandi. Verðlaun verða veitt fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu.

Tillögum á að skila með tölvupósti á netfangið eign@hunavatnshreppur.isUpplýsingar um nafn, heimilisfang og síma sendanda þarf að koma fram í póstinum.

Nýi gangnamannaskálinn er við Gedduhöfða og er um 500 fermetrar að stærð með gistipláss fyrir 60 manns og hesthús fyrir um 70 hross. Skálinn mun þjóna gangnamönnum en getur einnig nýst breiðari hópi svo sem ferðamönnum. Nýi skálinn kemur í stað Öldumóðuskála og Álkuskála sem eru mjög illa farnir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga