Fréttir | 15. júlí 2021 - kl. 18:13
Stofutónleikar Heimilisiðnaðarsafnsins

Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona syngur á Stofutónleikum Heimilisiðnaðarsafnsins á síðasta degi Húnavöku, sunnudaginn 18. júlí klukkan 15:00. Píanóleikari er Eva Þyri Hilmarsdóttir. Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og kleinur. Aðgangseyrir safnsins gildir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga