Lax úr Miðfjarðará. Ljósm: FB/midfjardaralodge
Lax úr Miðfjarðará. Ljósm: FB/midfjardaralodge
Fréttir | 16. júlí 2021 - kl. 14:15
Miðfjarðará aflahæst í Húnaþingi

Miðfjarðará er aflahæst laxveiðiáa í Húnavatnssýslum sem af er sumri með 206 laxa, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga sem birtar eru á vefnum angling.is. Blanda og Laxá á Ásum koma þar á eftir með 113 og 104 laxa. Þetta er mun minni veiði en á sama tíma í fyrra en þá höfðu veiðst 337 laxar í Miðfjarðará, 187 í Blöndu og 188 í Laxá á Ásum.

Það sem af er sumri hafa 96 laxar veiðst í Víðidalsá en á sama tíma í fyrra voru þeir 112 talsins. Í Vatnsdalsá hafa veiðst 60 laxar, samanborið við 91 lax á sama tíma í fyrra. Hrútafjarðará og Síká eru með 18 laxa en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 46 laxar. Enginn lax er skráður veiddur úr Svartá en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 10 laxar í ánni. Almennt séð hefur laxveiði veið dræm á landinu sem af er sumri og þá sérstaklega í laxveiðiám á Norðurlandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga