Stuð í sápunni. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Stuð í sápunni. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 18. júlí 2021 - kl. 09:56
Húnavakan senn á enda

Lokadagur Húnavöku er í dag og er ýmislegt forvitnilegt á dagskrá. Klukkan 11 geta börn og unglingar rennt sér í sápurennibraut við Blönduóskirkju og klukkan 13 en gengið verður frá hafnarsvæðinu og þaðan út á Bolabás. Stofutónleikar Heimilisiðnaðarsafnsins hefjast klukkan 15 og útgáfutónleikar Halla Guðmunds klukkan 16 í Blönduóskirkju. Þá verður boðið upp á jóga með Svövu í Kvenfélagsgarðinum.

Heimilisiðnaðarsafnið, sundlaugin, Minjastofan og Vatnsdæla á refli taka vel á móti gestum Húnavöku í dag og Flugklúbbur Blönduós verður með útsýnisflug ef veður og aðstæður leyfa. Þá er vert að minnast á útilistaverkin í Hrútey eftir listakonuna Hrafnhildi Arnardóttur eða Shoplifter eins og hún kallar sig. Þar stillir hún náttúruperlunni Hrútey og gervináttúruverkum sínum upp sem hliðstæðum sem einnig má skoða sem andstæður, samstæður eða gagnstæðar spegilmyndir.

Góða skemmtun!

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga