Sigurvegarar mótsins þeir Jón Aðalsteinn, Kristmundur og Ingibergur ásamt formanni klúbbsins. Ljósm: Jóhanna G. Jónasdóttir
Sigurvegarar mótsins þeir Jón Aðalsteinn, Kristmundur og Ingibergur ásamt formanni klúbbsins. Ljósm: Jóhanna G. Jónasdóttir
Fréttir | 18. júlí 2021 - kl. 22:25
Húnavökumót Terra og Golfklúbbsins Óss á Blönduósi fór fram um helgina

Húnavökumót Terra umhverfisþjónustu og Golfklúbbsins Ós á Blönduósi fór fram í gær á Vatnahverfisvelli í blíðskaparveðri. Skráðir keppendur til leiks voru 30 talsins. Keppt var með puntakerfi með forgjöf í einum almennum flokki.

Sigurvegari mótsins með 43 punkta var Kristmundur Valberg GÓS, í öðru sæti með 39 punkta var Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson GÓS og í þriðja sæti með 35 punkta var Eyþór Franzson Wechner GÓS.

Nánarverðlaun voru veitt fyrir 2/11 holu og 6/15 holu og þau hlutu Ingibergur Guðmundsson GSK og Ólafur Árni Þorbergsson GSS.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga