Afstöðumynd. Mynd: www.vegagerdin.is
Afstöðumynd. Mynd: www.vegagerdin.is
Fréttir | 18. júlí 2021 - kl. 22:32
Vegagerðin býður út Þverárfjallsveg í Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í byggingu nýs Þverárfjallsvegar í Refasveit frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd og nýs Skagastrandarvegar frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða, um 3,3 km að lengd. Á Skagastrandarveg skal byggja nýja 106 m langa brú á Laxá í Refasveit. Brúin er í þremur höfum, steinsteypt og eftirspennt. Einnig skal byggja nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 km að lengd.

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2023.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfi frá og með sunnudeginum 18. júlí 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 17. ágúst 2021. 

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga