Fjöldasöngur og varðeldur á Húnavöku í gær. Ljósm: Jón Sig.
Fjöldasöngur og varðeldur á Húnavöku í gær. Ljósm: Jón Sig.
Fréttir | 19. júlí 2021 - kl. 09:54
Velheppnuð Húnavaka

Velheppnaðri Húnavökuhátíð er lokið en hún hófst á fimmtudaginn og lauk í gær. Blíðskaparveður var í gær og á laugardaginn en á fimmtudag og föstudag þurfti að gera ráðstafanir með nokkra viðburði og færa þá inn í hús vegna rigningar. Fjöldi gesta heimsótti Blönduós um helgina og naut þess sem í boði var enda dagskráin sérlega fjölbreytt og hefur nú líklega aldrei verið stærri.

Hápunktur hátíðarinnar var á laugardagskvöld heimamenn og aðrir Húnavökugestir fjölmenntu í Fagrahvamm og sungu saman við varðeld á bakka Blöndu.

Á vef Feykis má sjá fjölmargar myndir frá hátíðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga