Fréttir | 20. júlí 2021 - kl. 19:34
Húnvetningur til Atalanta á Ítalíu

Birkir Jakob Jónsson gekk til liðs við knattspyrnufélagið Atalanta á Ítalíu á dögunum. Birkir Jakob er fæddur 2005 og er því nýorðinn 16 ára. Hann á ættir sínar að rekja til Húnavatnssýslu því foreldrar hans, Jón Guðmann Jakobsson og Halla Gísladóttir, eru bæði uppalin á Blönduósi. Í byrjun júní var Birki Jakob boðið á reynslu til Atalanta og í framhaldi af því var hann keyptur af Breiðabliki til félagsins.

Mikill áhugi var á Birki frá öðrum félögum bæði frá Ítalíu og Skandinavíu en að lokum valdi hann Atalanta. Liðið spilar í efstu deild á Ítalíu og hann mun byrja að spila með 17 ára liðinu. Atalanta eru þekktir fyrir að vera með framúrskarandi akademíu fyrir unga knattspyrnumenn og er þetta því gríðarlega spennandi tækifæri.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga