Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona og Elín S. Sigurðardóttir safnstjóri. Mynd: Olga Jóhannesson.
Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona og Elín S. Sigurðardóttir safnstjóri. Mynd: Olga Jóhannesson.
Hluti áheyranda í kaffirými safnsins. Mynd: Olga Jóhannesson.
Hluti áheyranda í kaffirými safnsins. Mynd: Olga Jóhannesson.
Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari. Mynd: Jóhannes Torfason.
Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari. Mynd: Jóhannes Torfason.
Fréttir | 21. júlí 2021 - kl. 11:08
Mjög góð aðsókn á Stofutónleika Heimilisiðnaðarsafnsins

Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona söng á Stofutónleikum Heimilisiðnaðarsafnsins sem haldnir voru á sunnudaginn. Fór hún á kostum ásamt píanóleikaranum Evu Þyri Hilmarsdóttur en þær fluttu mjög fjölbreytt lagaval, allt frá hugljúfum íslenskum vor- og sumarljóðum til þekktra aría. Mjög góð aðsókn var á tónleikana og fögnuðu áheyrendur ákaft og fluttu þær stöllur sem aukalag „Ég skal vaka í nótt”, eftir Jónas Tryggvason.

Að sögn Elínar safnstjóra þá hefur Heimilisiðnaðarsafnið í fjölmörg ár staðið fyrir Stofutónleikum. Leitast hefur verið við að hafa tónleikana ólíka frá ári til árs og hafa þeir spannað yfir vítt tónlistarsvið. Flytjendur hafa ýmist verið heimafólk eða tónlistarfólk lengra að komið.

Eftir tónleikana gæddu gestir sér á kaffi og meðlæti að hætti safnsins og nutu hins frábæra útsýnis yfir ósa Blöndu í sumarblíðunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga