Eldurinn tendraður í gær. Mynd: Guðmundur Haukur Sigurðsson
Eldurinn tendraður í gær. Mynd: Guðmundur Haukur Sigurðsson
Fréttir | 22. júlí 2021 - kl. 10:12
Eldurinn tendraður í 19. sinn

Bæjar- og fjölskylduhátíðin Eldur í Húnaþingi var formlega sett á Hvammstanga í gærkvöldi þegar eldurinn var tendraður í 19 sinn. Markmið hátíðarinnar er að leiða fólk á öllum aldri saman og stuðla að samfélagslegri þátttöku. Margt er í boði og hvatt er til almennrar þátttöku.

Dagskráin í dag og næstu daga er fjölbreytt og skemmtileg. Í dag verður m.a. keppti í borðtennis og skotbolta og unglingapartí verður haldið í kvöld fyrir 7.-10. bekk. Tónlistarveisla hátíðarinnar, Melló Músíka fer einnig fram í kvöld en þar treður heimafólk upp og flytur fjölbreytt lög. Mikil fjölbreytni er meðal tónlistarfólks á svæðinu svo það finna eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi á Melló í kvöld.

Lesendur Húnahornsins eru hvattir til að kynna sér fjölbreytta og skemmtilega dagskrá Eldsins hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga