Fréttir | 26. júlí 2021 - kl. 21:30
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykktur

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leiðir listann. Í öðru sæti er Haraldur Benediktsson, alþingismaður og bóndi.

Í þriðja sæti er Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður. Í fjórða sæti er Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og í fimmta sæti er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, ráðgjafi.

Listinn í heild sinni:

1. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra
2. Haraldur Benediktsson, alþingismaður og bóndi
3. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður
4. Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona
5. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, ráðgjafi
6. Örvar Már Marteinsson, skipstjóri
7. Magnús Magnússon, sóknarprestur
8. Lilja Björg Ágústsdóttir, lögmaður og forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar
9. Bjarni Pétur Marel Jónasson
10. Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi í félagsráðgjöf
11. Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti í Vesturbyggð og viðskiptafræðingur
12. Sigrún Hanna Sigurðardóttir, búfræðingur og bóndi
13. Anna Lind Særúnardóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf
14. Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tengils og formaður byggðaráðs Skagafjarðar
15. Guðmundur Haukur Jakobsson, pípulagningameistari og forseti sveitarstjórnar Blönduósbæjar
16. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, viðskiptafræðingur

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga