Mynd: AST Norðurland vestra.
Mynd: AST Norðurland vestra.
Fréttir | 28. júlí 2021 - kl. 20:25
11 í einangrun á Norðurlandi vestra

Ellefu er nú í einangrun vegna COVID-19 á Norðurlandi vestra og 47 eru í sóttkví. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi tilkynningu frá sér í dag þar sem þessar tölur koma fram. Fjórir eru í einangrun í Húnavatnssýslum og 26 í sóttkví. Sjö eru í einangrun í Skagafirði og 21 í sóttkví. Aðgerðastjórnin minnir íbúa svæðisins að sofna ekki á verðinum og muna eftir persónulegum sóttvörnum.

Alls greindust 122 kórónuveirusmit í gær og þrjú smit á landamærunum. Alls eru nú 852 í ein­angr­un og 2.243 í sótt­kví á landinu öllu. Sjö eru á sjúkra­húsi. Alls voru 4.454 sýni tek­in við ein­kenna­sýna­töku í gær, 506 sýni voru tek­in á landa­mær­un­um og 1.481 sýni var tekið við sótt­kví­ar- og handa­hófs­skim­an­ir. Fleiri sýni hafa ekki verið tek­in frá því að far­ald­ur­inn hófst hér á landi. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga