Einar Óli afhendir búnaðinn
Einar Óli afhendir búnaðinn
Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd tók á móti nýjum búnaði frá HSN í dag.
Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd tók á móti nýjum búnaði frá HSN í dag.
Fréttir | 29. júlí 2021 - kl. 10:24
Nýr búnaður fyrir vettvangsliða Björgunarsveitarinnar Strandar

Í dag afhenti Einar Óli Fossdal, fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, vettvangsliðahópi Björgunarsveitarinnar Strandar á Skagaströnd búnað sem nýtist þeim í útköllum sem undanfari sjúkrabíls. Í maí sóttu átta manns námskeið í vettvangsliða á Skagaströnd og er búnaður liður í að virkja hópinn sem er núna klár í starfið.

„Vettvangsliðar  björgunarsveitarinnar eru gríðarlega mikilvægir fyrir samfélagið því biðin eftir sjúkrabíl getur skipt sköpum í útköllum,“ segir í tilkynningu frá Björgunarsveitinni Strönd.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga