Veitt í Miðfjarðará. Mynd: FB/midfjardaralodge
Veitt í Miðfjarðará. Mynd: FB/midfjardaralodge
Fréttir | 29. júlí 2021 - kl. 09:45
270 laxa vika í Miðfjarðará

Yfir 1.700 laxar hafa veiðst í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum sem af er sumri. Um svipað leyti í fyrra höfðu veiðst um tvö þúsund laxar í ánum og er laxveiðin því aðeins dræmari nú enda fór hún mjög rólega af stað í sumar. Mest hefur veiðst af laxi í Miðfjarðará eða 634 og var vikuveiðin um 270 laxar. Um svipað leyti í fyrra var búið að veiða yfir 720 laxa úr ánni.

Í Laxá á Ásum hafa veiðst 315 laxar og gaf síðasta vika 124 laxa. Veiðin er á pari við það sem hún var í fyrra. Blanda er í þriðja sæti með 284 laxa og vikuveiði upp á 105 laxa. Um svipað leyti í fyrra var búið að veiða yfir 330 laxa í Blöndu.

Víðdalsá er komin í 259 laxa með viku veiði upp á slétta 100 laxa og er veiðin á pari við það sem hún var í fyrra. Í Vatnsdalsá hafa veiðst 155 laxar, sem er heldur minna en í fyrra, í Hrútafjarðará og Síká hefur veiðst 71 lax sem er helmingi minna en í fyrra og í Svartá hafa veiðst um 20 laxar, sem er einnig mun minni afli en á sama tíma í fyrra.

Laxveiðitölur má finna á vef á vef Landssambands veiðifélaga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga