Fréttir | 29. júlí 2021 - kl. 12:13
Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra úthlutar tveimur milljónum

Fjórar umsóknir bárust atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra og voru þær lagðar fram og ræddar á fundi byggðarráðs á mánudaginn. Samþykkt var tillaga að úthlutun úr sjóðnum til Ingveldar Ásu Konráðsdóttur – Hólakot hundahótel og þjálfun kr. 350.000, til Handbendis brúðuleikhúss – Prófsteinn kr. 1.000.000 og til Olgu Lind Geirsdóttur – Lopalind spunaverksmiðja kr. 650.000.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga