Mynd: covid.is
Mynd: covid.is
Fréttir | 04. ágúst 2021 - kl. 11:31
16 í einangrun á Norðurlandi vestra

Áfram greinst yfir 100 á dag með kórónuveirusmit í sýnatökum innanlands. Í gær greindust 116 en í fyrradag voru þeir 109. Af þeim sem greindust í gær voru 71 fullbólusettir og 36% voru í sóttkví. Fjöldi sýna í gær var 3.857 en á mánudaginn voru þau 3.152 talsins. Alls eru nú 1.329 í einangrun og 1.941 í sóttkví. Samkvæmt covid.is eru 16 í einangrun á Norðurlandi vestra og 39 í sóttkví. Kórónuveirusmit eru í öllum landshlutum.

Sjá nánari upplýsingar um kórónuveirufaraldurinn á vefnum covid.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga