Mynd: skra.is
Mynd: skra.is
Fréttir | 04. ágúst 2021 - kl. 11:42
Íbúum Húnavatnshrepps fjölgar

Íbúum Húnavatnshrepps fjölgaði um ellefu á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. ágúst síðastliðinn og íbúum Skagabyggðar fjölgaði um þrjá á sama tímabili. Hins vegar hefur þeim sem eru skráðir með búsetu í Húnaþingi vestra fækkað um fjóra og íbúum á Skagaströnd um tvo íbúa. Íbúafjöldi á Blönduósi stendur í stað.

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá var íbúafjöldi á Norðurlandi vestra þann 1. ágúst síðastliðinn 7.419 og fjölgaði íbúum landshlutans um sjö frá 1. desember 2020. Íbúum í Húnavatnssýslum fjölgaði um átta á sama tímabili, fjöldinn fór úr 3.112 í 3.120.  

Í Húnaþing vestra búa nú 1.215 íbúar. Á Blönduósi eru þeir 957 talsins og á Skagaströnd 473. Í Húnavatnshreppi búa 380 íbúar og í Skagabyggð eru þeir 95.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga