Fréttir | 10. september 2021 - kl. 10:26
PCR og hraðgreiningarpróf hjá HSN

Frá og með 14. september verða hraðgreiningapróf í boði á meginstarfstöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, þar á meðal á Blönduósi. Þar verða PCR próf og hraðpróf tekin alla virka daga klukkan 14-15.Tímabókanir eru í síma 432 4100. Fyrirkomulag PCR prófa og hraðprófa hjá HSN verður svona:

  • Einkenna og sóttkvíar PCR próf eru á öllum meginstarfstöðvum.
  • Ferðamanna PCR próf þegar fólk er að fara erlendis eru einungis í boði á Akureyri og eru pöntuð í gegnum travel.covid.is.
  • Ferðamanna hraðgreiningapróf, fyrir fólk sem er að fara erlendis eða koma að utan eru á öllum meginstarfstöðvum.
  • Hraðgreiningapróf nemenda og kennara í skólum og vegna viðburðahalds eru á öllum meginstarfstöðvum. Hraðgreiningapróf vegna smitgátar í skólum fara í gegnum smitrakningarteymi í samvinnu við skólana. Skráning í smitgát er í gegnum smitgat.covid.is. Hraðgreiningapróf vegna viðburðahalds eru pöntuð í gegnum hradprof.covid.is (vefur er í vinnslu). Á sumum starfstöðvum þarf einnig að hringja og panta tíma fyrir sýnatöku.

Sjá nánari upplýsingar á vef HSN.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga