Fréttir | 12. september 2021 - kl. 09:49
Kormákur/Hvöt fékk silfur eftir tap í úrslitum

Kormákur/Hvöt og Knattspyrnufélagið Hlíðarendi léku í gær til úrslita um hvort liðið yrði deildarmeistari í 4. deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Bæði liðin munu leika í 3. deild á næsta ári. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda í Reykjavík. KH skoraði eina mark fyrri hálfleiks og bætti svo við tveimur í þeim seinni. Kormákur/Hvöt komst ekki á blað í markaskorun að þessu sinni og endaði leikurinn því 3-0.

Kormákur/Hvöt hefur átt frábært tímabil í sumar og uppskeran góð, sæti í 3. deild á næsta ári. Spennandi tímar framundan hjá liðinu og stuðningsmönnum þess.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga