Fréttir | 13. september 2021 - kl. 07:45
Skúnaskralli frestað til vors 2022

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta Skúnaskralli, barnamenningarhátíð Norðurlands vestra, sem áætluð var nú í október, til vors á næsta ári. „Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að ekki verður unnt að halda hátíðina með þeim hætti sem áætlað var og tryggja að öll börn hafi jöfn tækifæri til þess að njóta listviðburðanna sem er einn helsti áhersluþáttur barnamenningarhátíðarinnar,“ segir í tilkynningu á vef SSNV.

Þar kemur fram að mikil vinna hafi farið í að gera dagskrána sem glæsilegasta og ætlunin sé að slá hvergi af kröfum í vor, þegar stefnan er sett á að halda þessa fyrstu barnamenningarhátíð landshlutans.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga