Fréttir | 17. september 2021 - kl. 10:05
Verkefni á Norðurlandi vestra fá styrki úr Matvælasjóði

Í vikunni var úthlutað 567 milljónum króna úr Matvælasjóði til 64 verkefna sem eiga uppsprettu vítt og breitt um landið. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og er hlutur Norðurlands vestra að þessu sinni 14% af heildarúthlutuninni.

Meðal verkefna á Norðurlandi vestra sem hlutu styrk eru:

  • Þróun og markaðssetning gæsaafurða beint frá býli.
  • Aðlögun framleiðsluferils jurtamjólkur að markaðsþörfum.
  • Tilraunir og vöruþróun með innmat úr lömbum.
  • Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum.
  • Handverksostar úr geita- og sauðamjólk, vöruþróun og markaðssetning.
  • Sjálfbærar Omega-3 fitusýrur úr grásleppuhvelju.

Auk þessara styrkja voru aðilar á Norðurlandi vestra með í fjölda umsóknum sem hlutu styrki. Nánari um úthlutunina er að finna á vef Stjórnarráðsins.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga