Viðvaranir á morgun. Mynd: vedur.is
Viðvaranir á morgun. Mynd: vedur.is
Fréttir | 27. september 2021 - kl. 11:21
Gul veðurviðvörun á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra á morgun, 28. september. Spáð er norðan 15-23 m/s og talsverðri snjókomu eða slyddu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni, hvassast norðantil en vestlægari og éljagangur um kvöldið. Akstursskilyrði gætu orðið erfið og fólk er hvatt til þess að ganga frá lausum munum.

Kröpp lægð þokast nú til vesturs fyrir norðan land og henni fylgir hvöss norðanátt. Gular viðvaranir verða í gildi fyrir nánast alla landshluta og appelsínugul viðvörun fyrir Vestfirði. Vegagerðin bendir á að vetrarfærð er víða á fjallvegum og eru vegfarendur beðnir um að kanna aðstæður áður en lagt er af stað í lengri ferðir.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar og vef Vegagerðarinnar.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga