Fréttir | 27. september 2021 - kl. 14:04
Rúta með 20 manns fór út af veginum rétt við afleggjarann að Hvammstanga

Rúta með 20 manns innanborðs lenti út af vegi rétt við afleggjarann að Hvammstanga um hádegið í dag. Engin slys urðu á farþegum sem fluttir voru á Hótel Laugarbakka á meðan unnið er að því að losa rútuna. Leiðinda veður er á svæðinu. Sagt er frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Haft er eftir Gunnari Erni Jakobssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Húna að ökumaður rútunnar hafi verið að forðast að keyra á tvo bíla sem lent höfðu í árekstri á svæðinu skömmu áður.

 „Eftir að þetta gerist þá er fólkið tekið úr rútunni og flutt á Hótel Laugabakka á meðan verið er að reyna að losa rútuna. Það varð þarna árekstur hjá tveimur öðrum bílum og bílstjórinn á rútunni var að forða árekstri og renndi rútunni því út af. Þetta er bara rétt austan við gatnamótin á Hvammstanga,“ segir Gunnar og bætir við að engin slys hafi orðið á fólkinu í rútunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga