Karl Gauti Hjaltason. Mynd: althingi.is
Karl Gauti Hjaltason. Mynd: althingi.is
Fréttir | 27. september 2021 - kl. 14:01
Kærir endurtalningu atkvæða til lögreglu

Karl Gauti Hjaltason frambjóðandi Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi ætlar að kæra til lögreglu endurtalningu atkvæða og meðferð þeirra í Norðvesturkjördæmi. Karl Gauti var inni sem jöfnunarþingmaður í kjördæmi sínu, þar til að endurtalið var í Norðvesturkjördæmi en þá datt hann út. Við endurtalningu kom í ljós skekkja sem hreyfði við jöfnunarþingmönnum milli kjördæma.

Bergþór Ólafsson kom inn sem jöfnunarþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu hefur viðurkennt að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni, líkt og lög gera ráð fyrir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga