Appelsínugul viðvörun í gangi. Mynd: vedur.is
Appelsínugul viðvörun í gangi. Mynd: vedur.is
Fréttir | 28. september 2021 - kl. 12:30
Vont veður víðast hvar í Húnaþingi

Vegirnir um Holtavörðuheiði og Þverárfjall eru lokaðir vegna veðurs. Ekkert ferðaveður er í Húnavatnsýslum og fer veður versnandi. Í morgun fauk rúta með 37 ferðamenn innanborðs út af veginum við Heggstaðanessafleggjara í Hrútafirði. Rútan valt ekki og eru allir um borð við ágæta heilsu, að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins. Þar er haft eftir lögreglunni á Blönduósi að leiðindaveður sé í Hrútafirði og mikill krapi á veginum.  

Appelsíngul veðurviðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga