Ull. Mynd: istex.is
Ull. Mynd: istex.is
Fréttir | 01. október 2021 - kl. 10:58
Styrkur til orkuskipta í ullarþvottastöð ÍSTEX

ÍSTEX hefur verið úthlutað 15 milljón króna styrk úr Orkusjóði til orkuskipta í þurrkunarferli í ullarþvottastöðinni á Blönduósi. Orkusjóður úthlutaði nýverið styrkjum að fjárhæð 470 milljónum króna. Óskað var eftir umsóknum til hleðslustöðva við ferðamannastaði, líkt og áður hefur verið gert, en nýbreytni þetta árið að var að beina sjónum sérstaklega að framleiðslufyrirtækjum sem nota olíu.

Önnur nýjung var stuðningur við rafknúnar vinnuvélar (t.d. gröfur, skotbómulyftara o.fl.) þar sem fjölbreytni er orðin mikil frá framleiðendum en innleiðing hérlendis skortir.

Einnig var stuðningur við innviðauppbyggingu svo að þungaflutningar verði knúnir raforku á stærri akstursleiðum og til útflutnings á fiskeldisafurðum. Síðast en ekki síst var horft til verkefna á sviði líf- og rafeldsneytis og orkugeymslu, en þar er fyrirséð að vetnisframleiðsla hefjist í stórum stíl og raforka geymd í ofurhleðslum.

Ullarþvottastöð Ístex hefur verið staðsett á Blönduósi frá árinu 2004, þegar hún var flutt þangað frá Hveragerði og er hún eina ullarþvottastöð landsins.

Nánari upplýsingar um einstaka styrki Orkusjóðs árið 2021 má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga