Spákonufell. Mynd: skagastrond.is
Spákonufell. Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 02. október 2021 - kl. 10:38
Kynningarfundur á Skagaströnd vegna skógræktarverkefnis í hlíðum Spákonufells

Sveitarfélagið Skagaströnd og Skógræktin halda kynningarfund um skógræktarverkefnið One Tree Planted, í Fellsborg þriðjudaginn 5. október klukkan 18. Verkefnið er um gróðursetningu 180 þúsund trjáplantna í hlíðum Spákonufells, ofan þéttbýlisins á Skagaströnd. Því á að ljúka haustið 2024 og í kjölfarið vex upp skógur sem meðal annars nýtist íbúum Skagastrandar, nágrönnum þeirra og gestum til útivistar.

Fulltrúar Skógræktarinnar munu m.a. fara yfir ræktunaráætlun vegna verkefnisins, kynna verkþætti og áætlaða tímalínu. Fundurinn er opinn öllum og eru áhugasamir hvattir til þess að mæta.

Nánar má lesa um verkefnið hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga