Fréttir | 03. október 2021 - kl. 17:35
Samvinna um læsi
Tilkynning frá Blönduskóla

Fyrirlestur um læsi, lestrarnám og lestrarþjálfun barna verður haldinn þriðjudaginn 5.október í matsal Blönduskóla kl. 16:30. Fyrirlesari er Magdalena Berglind Björnsdóttir kennari og áhugamaður um læsi og lestrarnám.

Fyrirlesturinn er ætlaður foreldrum barna í 1. - 4. bekk en aðrir áhugasamir eru einnig velkomnir. Vegna Covid  þarf að skrá sig hjá ritara skólans í síma 455-4750 eða með tölvupósti á   blonduskoli@blonduskoli.isGrímuskylda verður á fyrirlestrinum.

 

Gert er ráð fyrir að hvert barn í 1. - 4. bekk eigi a.m.k. einn fulltrúa á fyrirlestrinum. Kynningafundir með umsjónarkennurum verða eftir fyrirlesturinn í heimastofum.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga